Alþjóðlegt samstarf

Erasmus+
Europe 12 points! A Eurovision Song Contest

Viðamikið, þriggja ára, tónlistartengt verkefni með samstarfi milli 7 þjóða. Þýskaland, Írland, Pólland, Rúmenía, Grikkland, Spánn og Ísland.

Nemendur frá Brekkubæjarskóla heimsóttu Þýskaland og Spán og tóku líka á móti erlendum nemendum.

Bryndís Böðvarsdóttir, Samúel Þorsteinsson, Helga Kristín Björgúlfsdóttir og Sigríður Margrét Matthíasdóttir tóku þátt í verkefninu með mér.



Kvikmyndatengt samstarfsverkefni 5 þjóða. Þýskaland, Norður-Írland, Krít, Portúgal og Ísland.

Bryndís Böðvarsdóttir, Helga Kristín Björgúlfsdóttir, Kristbjörg Sveinsdóttir og Auður Freydís Þórsdóttir tóku þátt í verkefninu með mér.

Tónlistartengt tónlistarverkefni í tengslum við tónlistarval grunnskólanna og tónleikana Ungir Gamlir. Grundaskóli og Kungsklippeskolan í Stokkhólmi áttu í samstarfi og Brekkubæjarskóli bættist í hópinn þegar sameiginlegt tónlistarval skólanna leit dagsins ljós.