Bílskúrinn
Bílskúrinn er verkefni sem hefur það að markmiði að vera hvetjandi vettvangur fyrir áhugasama tónlistariðkendur. Verkefnið er í raun tvenns konar. Annars vegar þróun óformlegra kennsluaðferða í tónlistarsofunni þar sem nemendur æfa í hljómsveitum með nemendalýðræði að leiðarljósi og er leitast eftir að sjálfstæð vinnubrögð, sköpunarkraftur, áhugi og seigla ráði ríkjum.


Unnið verður eftir aðferðafræði sem byggist í stórum dráttum á því

  • að allir taki þátt á því stigi sem þeir ráða við

  • að námið sé hagnýtt og nemendur sjái tilgang með því

  • að nemendur læri lög sem þeir þekkja og líki við

  • að námið byggist upp á samvinnu vina

  • að nemendur leiði námsferlið með stuðningi kennara

  • að nemendur komi fram, hlusti, semji, spinni, læri á hljóðfæri og söng, notist við tónlistarforrit, rannsaki og skoði margskonar tónlist og tónlistarstíla.


Einnig að gæði tónlistarnámsins séu mikil og framfarir greinilegar, og allir nemendur hljóti virðingu og fram sé komið við þá eins og tónlistarmenn. Þeir fái stuðning til þess að læra og þroskast í tónlistinni.Hinn hluti verkefnisins er vefsíða þar sem útsetningum á lögum nemendur hafa valið, prófað og notað og hafa góða reynslu af. Kennsluyndböndum, meðspilsmyndböndum, textum ofl. verður safnað saman á aðgengilegan hátt, fyrir alla.

Rannsóknarhluti verkefnisins verður meistaraverkefni mitt frá Listkennsludeild Listaháskóla Íslands.
Verkefnið er styrkt af
Uppbyggingarsjóði Vesturlands.

Verkefnið mun birtast á slóðinni: www.bilskurinn.rocks