Ferilskrá

Starfsreynsla

1999-2006 og 2009 -
Tónlistarskólinn á Akranesi

Klarinettukennsla, blokkflautukennsla, trommukennsla, samspilskennsla, umsjón með trommusveit og hljómsveitarstjórn. Tekið þátt í skipulagninu lúðrasveitamóta á Akranesi. Ferðast erlendis og hér heima með hljómsveitir. Deildarstjórn á árunum 2003-2006 og 2017- 2018.

2009 -
Brekkubæjarskóli

Tónmenntakennsla í 1.-7. bekk sem og kennsla í tónlistarvali á unglingastigi.

Umsjón með öllum tónlistarflutningi á vegum skólans s.s. morgunstundir fjórum sinnum á ári, litlu jól, árshátíðir, stjórnað ýmsum hljómsveitum, unglingakór ofl. Komið að umsjón og skipulagningu sérverkefna á borð við Unga-Gamla, Hátónsbarkakeppninnar ofl.

Uppsetning leikrita í fullri lengd árin 2013, 2016 og 2019. Handritshöfundur ásamt Samúel Þorsteinssyni og sá um tónlistarstjórn og skipulag ásamt Elinbergi Sveinssyni og fleira góðu fólki.

Tónlistarkennslan í Brekkubæjarskóla og þátttaka nemenda skólans í tónlist hefur vakið athygli og hefur verið fjallað um hana í þremur sjónvarpsþáttum. Tónahlaup á RÚV, Skólinn okkar á Hringbraut og Að Vestan á N4

2000-2001 og 2014-2016
Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi

Kórstjórn 2000-2001.
Kennsla í áfanganum TÓN183 og tónlistarkennsla á starfsbraut skólans.

2000-2003
Grundaskóli

Tónmenntakennsla í flestum árgöngum. Kórstjórn í tvo vetur.


1997-1999
Leikskólinn Listakot

Tónlistarkennsla í öllum deildum skólans.

Námskeiðshald

Í gegn um tíðina hef ég haldið alls kyns námskeið, ýmist fyrir aðra eða á eigin vegum.

  • Nokkur trommu og rytmanámskeið.

  • Tónlistarnámskeið á vegum Símenntunar Vesturlands

  • Tónlistarnámskeið fyrir leiðbeinendur leikjanámskeiða og fyrir leikskólakennara

  • Stjórn starfsmannakóra fyrir viðburði.

Síðan að ég hóf störf sem tónlistarkennari á Akranesi hef ég oft og iðulega komið fram með nemendum mínum á stórhátíðisdögum eins og 17. júní, 1. maí, Írskum dögum og Þrettándanum.

Menntun

2019 -
Listaháskóli Íslands
(
Iceland University of the Arts)

Meistaranám við Listkennsludeild með áherslu á tónlist.

2007-2009
Det Jyske Musikkonservatorium
(The Royal Academy of Music)

Diplómanám í rytmískri tónlist (Jazz/Pop, Drum and dance), 60 ECT. Kennarar: Mads Kjær Jensen, Lene Gregersen, Helle Agergaard ofl. Kennari í djasssöng: Bebiane Bøje.
Leiðbeinandi lokaverkefnis: Annli Falk.


2007
Kompetencehuset í Árósum.

Hljóðtækninám (ein önn) þar sem unnið var með forritið Pro Tools. Lokaverkefni: Upptaka á geisladisk með 8 lögum í eigin útsetningu. Kennarar: Michael Krickau og Jakob Siersbæk.

2002-2005
Tónlistarskóli FÍH.

Nam djasssöng hjá Tenu Palmer og Kristjönu Stefánsdóttur sem og djasshljómfræði og tók þátt í samspili og tónleikum. Lauk 5.stigi í djasssöng.

1996-1999
Tónlistarskólinn í Reykjavík.
Útskrifaðist úr Tónmenntakennaradeild.

Helstu kennarar: Marteinn Hunger Friðriksson, Þorkell Sigurbjörnsson, Sigurður Markússon, Halldór Vilhelmsson ofl.

1995-1996
Tónlistarskóli Seltjarnarness

Klarinettunám hjá Peter Tompkins. Spilaði í klarinettusamspili hjá Önnu Benassi. Stundaði einnig söngnám.

1980-1994
Tónlistarskólinn á Akranesi.

Blokkflautunám, píanónám, klarinettunám, tónfræði, hljómfræði, tónlistarsaga. Spilaði í Skólahljómsveit Akraness lengst af undir stjórn Andrésar Helgasonar.