Tónlist

Undanfarin misseri, missjaldan þó, hef ég spilað tónlist með Gunnhildi Vilhjálmsdóttur og Hjörvari Gunnarssyni. Þau eru einnig kennarar við Brekkubæjarskóla. Þetta er mest svona til gamans gert, enda er tónlistariðkun frábær fyrir sálina.

Þetta verkefni datt upp í hendurnar á okkur í fyrra og við slógum til. Í þetta sinn spilaði Gunnhildur á harmónikku og trompet, Hjörvar á gítar og ég söng. Annars flökkum við mikið á milli hljóðfæra á æfingum. Hér flytjum við lag Joni Mitchell af plötunni Blue; River.

Meðspilarar úr húsbandinu eru Birgir Þórisson á píanó og Sigurþór Þorgilsson á bassa.