Um
Um
Um
Ég ólst upp á Akranesi og þar sem ég hef alla tíð búið, fyrir utan 6 ár í Reykjavík og 4 ár í Danmörku. Ég er gift Kristleifi Brandssyni og eigum við soninn Snorra og dótturina Heklu.
Ég hef brjálæðislega mikinn áhuga á tónlistarkennslu og öllu sem við kemur henni. Eiginlega hef ég meiri áhuga á kennslunni og nemendunum heldur en tónlistinni sjálfri. Það fleytir manni langt í starfi og leik en oft á tíðum er erfitt á skilja á milli vinnu og frítíma þegar áhuginn á vinnunni er svo mikill.
Mitt leiðarljós í kennslunni hefur alltaf verið: Myndi ég vilja vera nemandi hjá sjálfri mér?